Lesist með þeim formerkjum,að þessir menn eru nú að biðja um sanngirni.......

SP brýtur eigin skilmála

SP fjármögnun brýtur skilmála eigin samninga með því að verðmeta bíla sem hafa verið vörslusviptir án þess að styðjast við verðmatskerfi Bílgreinasambandsins. Þetta segir lögmaður konu sem SP hefur stefnt til að greiða tæpar 8 milljónir króna vegna myntkörfuláns.

Myntkörfulánið nam 5.4 milljónum í ársbyrjun 2008. Lántakinn hætti að geta staðið í skilum eftir gengishrunið um haustið en þá stóð lánið í 10 milljónum. Bíllinn var tekinn af honum og verðmetinn. Samkvæmt lánssamningnum skal nota verðmatskerfi Bílgreinasambandsins við uppgjör og 5 mánuðum eftir vörslusviptingu kostaði sambærilegur bíll þar tæpar 8 milljónir. Umboðsaðilinn Askja mat uppítökuverð hans 5,5 milljónir en söluverð 7 milljónir. Samkvæmt tölvupóstum frá SP fjármögnun kemur fram að ekki var farið eftir Bílgreinasambandinu heldur kom verðmatið frá tveimur bílasölum. Annar mat bílinn á 5,5 milljónir en hinn á 4,5-6. SP ákvað að meta bílinn á 4.2 milljónir, og lækka það mat síðan um 20% án þess að skilgreina nánar. Síðan beitti SP fyrir sig ákvæði samningsins um 15% lækkun á uppítökuverði vegna áætlaðs kostnaðar fram að sölu. Þá stóð bíllinn í 2,9 milljónum tæpum. Þá átti eftir að meta ástand bílsins sem var tveggja ára gamall. Þar var ýmislegt týnt til, svo sem málningarvinna á húddi, ný ryðvörn, nýr dekkjaumgangur, tveir höggdeyfar og margt fleira. Ofan á það bættist óútskýrður kostnaður sem SP bætti handskrifað inn á matið upp á 250 þúsund og nefndi „almenna umsögn“. Heildarniðurfærsla á verði var því um 840 þúsund. Bíllinn var að lokum tekinn upp í 10 milljón króna höfuðstól lánsins á tvær milljónir. Eftirstöðvarnar voru tæpar 8 milljónir og lántakandanum var stefnt. Stuttu síðar seldi SP-fjármögnun bílinn fyrir 5 milljónir króna og hirti hagnaðinn. Lántakinn skal samt greiða 8 milljónir.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta dæmi er aðeins eitt af fjöldamörgum, sumum enn ljótari. Það er spurning hvort ekki sé hægt að sækja forsvarsmenn þessara glæpafyrirtækja til saka, bæði fyrir að bjóða fólki ólögleg lán og einnig fyrir dólgshátt við vörslusviptingar og innheimtur. Það er vitað að í mörgum tilfellum ástunduðu þessi fyrirtæki vörslusviptingu hjá fólki án aðkomu sýslumanna.

Gunnar Heiðarsson, 1.7.2010 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðni Hjalti Haraldsson

Höfundur

Guðni Hjalti Haraldsson
Guðni Hjalti Haraldsson

Akurnesingur í ..............

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband