27.10.2008 | 05:46
Auðvitað að rukka hann
Auðvitað á að rukka þennann mann, ég er sjálfur Björgunarsveitarmaður og veit hvað svona útköll kosta, bæði í beinhörðum peningum og svo í tíma þeirra sem fara í útköllinn.
Ekki það að menn víli fyrir sér að fara og bjarga fólki enn þegar svona stendur á ættu menn að fá reikning fyrir öllu saman.
Björguðu sama manni tvisvar í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðni Hjalti Haraldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Guðni
Mér finnst athugasemd þín stangast á við það sem björgunarsveitirnar hafa gefið út. Mér finnst við ekki hafa þær upplýsingar úr fréttunum til þess að kveða á um dóm í þessu máli. Minnist þess að hafa komið að aðila sem þurfti að koma til bjargar og viðkomandi var algjörlega ófær um að taka næstu ákvarðanir. Held að það sé mjög óheppilegt að fjalla um svona mál í blöðum eða á blogginu án þess að þekkja mjög vel til. Mér finnst ekki gott þegar björgunarsveitarmenn fara þar fremstir í flokki.
Sigurður Þorsteinsson, 27.10.2008 kl. 09:23
Lögreglan boðar okkur í flest verkefnin og við reynum að leysa þau öll eins vel og við getum. Þessi umræða um borgun er mjög hættuleg vegna þess að fólk sem lendir í ógöngum getur dregið það að sækja sér hjálpar vegna þess að það veit að þetta kostar umstang. Þegar er síðan kallað í björgunarsveitir getur ástandið verið orðið mun verra og hættulegra fyrir alla.
Sjálfsagt að fólk gæti að sér en ég er sammála förum varlega í það að dæma það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir okkur öll.
Kveðja
Kristinn Ólafsson
Framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Kristinn Ólafsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 11:59
Strandið á Vikartindi er skólabókardæmi um hvað gerist þegar menn þurf að borga fyrir björgun, það ævintýri kostaði mannslíf og næstum því heilt varðskip.
Einar Steinsson, 27.10.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.